logo4

Nýjar fréttir og myndir frá okkur

Hundarnir elska matinn

Ásta

Mig langar að segja að ég er rosalega ánægð með fóðrið og þjónustuna og hundarnir elska matinn.
Schaferinn hefur haldið holdum vel og hefur mikla orku, feldurinn er glansandi og hægðir eru normal.
Ég mæli með ProPac.
Takk fyrir mig !

Hann er bara alltaf svangur!

Sigurður B

Félagi minn hér í Vík var að fjárfesta í Vorsteh tík og er ég búinn að sannfæra hann miðað við mína reynslu af Propac að hundurinn eigi ekki að fá neitt annað. Hann hefur verið að gefa henni ******** hvolpa/eða hundafóður og það er ekki að gera sig.
ps. hundarnir þrír á mínu heimili þrífast betur en nokkru sinni fyrr á þessu fóðri en ég er með labrador og scheffer og búinn að prófa að ég held allflestar tegundir af hundafóðri sem í boði er á klakanum.
Frábært framtak hjá ykkur að koma þessu fóðri til landsins til að bjóða okkur hundeigendum.
Eini gallinn sem ég sé er að Schefferinn er alltaf svangur og þegar hann sér að ég nálgast matardallana ætlar allt um koll að keyra.
Kveðja Sigurður B

Hún týndi gamla fóðrið frá Propac

Addi Halls

Ég fékk pokann með prufunni af Adult Mini Chunk fóðrinu í dag og Níta fann strax lyktina og rauk á pokann voðalega glöð og krafsaði í hann því þarna var eitthvað spennandi.
Ég blandaði propac og gamla fóðrinu saman til að venja hana á nýtt. Ég fór í síman og kemur Níta eftir stutta stund með tóman matardallinn til mín en þetta gerir hún bara við vatnsdallinn þegar hann er tómur. Hún hefur ekki tæmt fóður dallinn síðan í haust og kemur aldrei með hann til mín.
Þegar ég er búinn í símanum og fer fram í eldhús þá er þurrfóður út um allt gólf. Ég skoðaði fóðrið á gólfinu og var það gamla fóðrið hún hafði týnt propac fóðrið úr og kom með dallinn til að fá meira.
Það er líka miklu/miklu betri lykt af propac en gamla fóðrinu. Það eru 99% líkur á að Níta verði sett á propac því að mér lýst best á það af þeim fimm tegundum sem ég hef verið að lesa um frá fimm framleiðendum.
Addi og Níta virðist loksins ánægð með fóður. 

Hún losnaði við exemið en ekki hárin

Sólveig Björnsdóttir

É
g á tvær fordekraðar kisur.
Önnur er skjannahvít og bardaginn við hárlos var svakalegur.
Ég er ekki að grínast þegar ég segi svakalegur því það var alveg sama hvað var reynt ekkert virkaði og ég sá framá að ég yrði að annaðhvort skipta út öllu hjá mér og banna heimsóknir astmasjúklinga og allt.
Litla greyið var með exem og hvað eina þegar hún kom til mín og ekki lagaði það hárlos. Eftir smá tíma á Cat Adult (þá meina ég sko á tæpri viku) var exemið horfið og núna er ekkert mál að vera í svörtum fötum og það er ekki allt húsið löðrandi í hárum.
Þær elska þetta báðar og ég líka því þó þær séu útikettir eru þær með sand líka og það er ekki jafn hrikaleg lykt.. kom að vísu fyrst þegar nýja fóðrið var að hreinsa óþverran úr þeim ;o) TAKKTAKKTAKK

Maturinn heim að dyrum

VALSHAMARS - LABRADOR.

 

Nótt IS09908 Hreinræktuð  Súkkulaðibrún labrador tík fædd 2006, hefur verið á PROPAC frá því hún fæddist. Hún hefur alla tíð verið mjög hraust og laus við allt ofnæmi. Feldurinn er sérstaklega fallegur, og hefur hún alltaf fengið sérstaka umsögn á sýningum um fallegan feld og lit. Fyrir mánuði síðan gaut hún 11 súkkulaðibrúnum hvolpum. Þeir eru nú allir farnir að borða PROPAC með bestu lyst, og þrífast frábærlega. Nótt sjálf er í súper formi. Feldurinn glansandi og flottur, og hún full af orku  og líður mjög vel.


Allt þetta vil ég þakka PROPAC matnum. Síðast en ekki síst vildi ég ekki vera án þeirrar frábæru þjónustu sem maður fær hjá PROPAC. Maturinn heim að dyrum og alltaf hægt að leita ráða hjá honum Kjartani.
Ég mæli með PROPAC.

 


Berglind/Valshamars - labrador
www.nott1606.bloggar.is

Page 1 of 2