logo4

Nýjar fréttir og myndir frá okkur

Ef ég væri hundur, myndi ég velja Propac

Sigrún Huld 23/11/2010

Ég er svo ánægð með vörurnar og þjónustuna hjá Propac að ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Kasper okkar fæddist í ágúst 2009 og er því búinn að vera hjá okkur í meir en ár núna. Hann er Standard Schnauzer/ Terrier blanda. Þegar við fengum okkur hund þá vorum við mjög samtaka í því að gera okkar allra besta til að honum liði sem allra best og litlar slaufur eða hundabolir voru ekki alveg liður í því :) Þegar við fórum og sóttum hann 9 vikna fengum við að vita hjá eiganda móður hans að hann væri búin að vera á Propac fóðrinu hjá henni og að hún þekkti ekki betra fóður. Til að byrja með keyptum við Propac og gekk mjög vel að gefa honum það. Eftir einhvern tíma fórum við að spá í hvort ekki væri sniðugt að prófa að kaupa fóður í matvöruversluninni. Sameina þetta bara við almenn matarinnkaup. Vorum alveg búin að ákveða að það væri bara eitthvað fóðursnobb í gangi hjá þessum gæludýraeigengum á Íslandi í dag og við ætluðum sko ekki að taka þátt í því! Ó...hvað við höfðum rangt fyrir okkur. Kasper breyttist við fóðurbreytinguna (og við þrjóskuðumst samt við í svoldin tíma því við höfðum heyrt að það tæki hundinn tíma að venjast nýju fóðri). Hann var ekki eins orkumikill, hægðirnar algjör martröð, feldurinn mattur og líflaus og svo fór hann rosalega mikið úr hárum. Auk þess þurftum við að gefa honum tvöfalt meira af þessu nýja fóðri og hann var alltaf svangur. Honum leið bara ekki nógu vel. Eftir smá þrjósku og vitleysu af okkur hálfu fórum við aftur að gefa honum Propac. Ég man eftir fyrstu sendingunni eftir þetta "hlé" okkar og þegar ég opnaði pokann og fann lyktina af fóðrinu. Þvílíkur munur! Þá hugsaði ég...hmmm...Ef ég væri hundur og fengi að velja þá myndi ég borða Propac, án efa. Svo er þjónustan hjá Propac svo algerlega til fyrirmyndar. Þegar við bjuggum í Reykjavík þá fengum við fóðrið keyrt upp að dyrum. Og nú, þegar við erum flutt Austur á land, fáum við það sent í pósti án aukakostnaðar. Auk þess að þau eru alltaf tilbúin að koma til móts við mann, hringja og láta mann vita ef það verður seinkun eða ef eitthvað er ekki til. Við höfum einnig pantað aðrar vörur hjá þeim og alltaf jafn ánægð. Virkilega hressandi á Íslandi í dag að fá svona persónulega og frábæra þjónustu. Ég mæli HEILSHUGAR með Propac ef þú vilt hamingjusaman hund með heilbrigða orku.
Sigrún Huld Skúladóttir

Vonandi er þetta ekki of langt...

kv
Sigrún